FRAMTÍÐARSÝN
Með byltingarkenndri nýsköpun Coolity einangrunarpakkninga viljum við auka ávinning viðskiptavina okkar hvað varðar sjálfbærni og hagkvæmni.
HLUTVERK
Að vera leiðandi á markaði á sviði einangrunarpakkninga unnum úr sellulósa grastrefjum. Okkur hefur tekist að þróa tækni við framleiðslu á jarðgeranlegum pakkningum, sem mæta kröfum fiskútflytjenda.
GILDI
Sköpun
Heilindi
Íslenskt hugvit og nýsköpun
HVAÐ EF, gras pakkningar eru lausnin?
Coolity telur að sjálfbær hagvöxtur sé mikilvægur þáttur í velmegun jarðarbúa. Mikilvægt er að tryggja sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir með skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda. Framleiðsla Coolity pakkninga er í samræmi við framleiðsluaðferðir hringrásarhagkerfisins.