Coolity – Frá úrgangi til auðs

Í landi elds og íss, þar sem sjálfbærni er ekki tískubóla heldur lífsstíll, fæddist Coolity með djarfa sýn: að bylta kæli umbúðum með náttúrunni sjálfri.

Þetta hófst með spurningu einnar konu: „Af hverju erum við enn að flytja ferskan fisk í einnota umbúðum úr plastfrauði þegar fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi hafa markað sér stefnu í samfélagsábyrgð sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun”.
Sú kona var Anna María Pétursdóttir – íslenskur frumkvöðull með rætur bæði í listum og viðskiptum, og ástríðu fyrir sjálfbærri nýsköpun. Hún sótti innblástur í arfleifð fjölskyldu sinnar í náttúrulegum og hringrásartengdum iðnaði og ákvað að byggja upp meira en bara vöru – hún byggði upp hlutverk.

Íslenskt hugvit og nýsköpun

HVAÐ EF, gras pakkningar eru lausnin?

Coolity telur að sjálfbær hagvöxtur sé mikilvægur þáttur í velmegun jarðarbúa. Mikilvægt er að tryggja sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir með skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda. Framleiðsla Coolity pakkninga er í samræmi við framleiðsluaðferðir hringrásarhagkerfisins.