Pastframleiðsla veldur losun á um 400 milljónum tonna gróðurhúsalofttegunda árlega (2012). Yfir 90% af öllu plasti eru framleidd úr jarðefnaeldsneyti. Hægt er að draga úr umhverfisáhrifum af völdum plastúrgangs úr jarðefnaeldsneyti með því að nota önnur efni í stað plastsins, svo sem pappír og málm og önnur visvæn efni.

Norðurlöndin vilja leggja sitt af mörkum til að efla þekkingu á lífgrunduðum plastefnum og ganga úr skugga um hvort slíkir valkostir séu hagkvæmari fyrir umhverfið en vörur sem hafa olíu að undirstöðuefni, út frá alþjóðlegum breytum svo sem koltvísýringslosun, líffræðilegri fjölbreytni og efnafræðilegri mengun. Við slíkt mat verður að hafa hliðsjón af öllu framleiðslu- og notkunarferli vörunnar til að tryggja að aðgerðir hafi ekki öfug áhrif til lengri tíma litið.

Nýsköpun, tækniþróun og stöðug framfarasókn fyrirtækja mun tryggja að smám saman í fyllingu tímans koma fram lausnir sem hjálpa við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og um leið að gera okkur kleift að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem stjórnvöld hafa sett fram á svipað og langflest ríki heims hafa gert í kjölfar Parísarsamkomulagsins. Enginn vafi er á að fyrirtækin hér munu taka þátt í að uppfylla þessi markmið. Sama á við um aukinn útflutning íslensks atvinnulífs. Auknar fjárfestingar, meiri sérhæfing og þjálfun starfsmanna ásamt stöðugum tækniframförum munu varða leiðina að vexti útflutnings á íslenskum afurðum og hugviti. Það er grundvöllur verðmætasköpunar þjóðarbúsins.

Til að standa undir 3% hagvexti næstu 20 ár þarf íslenskt þjóðarbú að auka útflutning um 1000 milljarða. Það jafngildir um einum milljarði á viku í nýjar útflutningstekjur næstu tvo áratugi. Ákvarðanir og fjárfestingar í dag eru útflutningstekjur í framtíðinni

Við viljum stuðla að sjálfbærri og skilvirkri nýtingu auðlinda, s.s. hráefna, jarðefna, villtra dýrastofna, orku og ferðamannastaða. Draga þarf úr myndun úrgangs og efla  úrgangsstjórnun með aukinni flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu enda er úrgangur verðmætt hráefni. Við viljum draga úr neikvæðum áhrifum úrgangs á umhverfi og heilsu manna.