Skaðsemi plastframleiðslu

Pastframleiðsla veldur losun á um 400 milljónum tonna gróðurhúsalofttegunda árlega (2012). Yfir 90% af öllu plasti eru framleidd úr jarðefnaeldsneyti. Hægt er að draga úr umhverfisáhrifum af völdum plastúrgangs úr jarðefnaeldsneyti með því að nota önnur efni í stað plastsins, svo sem pappír og málm og önnur visvæn efni.

Norðurlöndin vilja leggja sitt af mörkum til að efla þekkingu á lífgrunduðum plastefnum og ganga úr skugga um hvort slíkir valkostir séu hagkvæmari fyrir umhverfið en vörur sem hafa olíu að undirstöðuefni, út frá alþjóðlegum breytum svo sem koltvísýringslosun, líffræðilegri fjölbreytni og efnafræðilegri mengun. Við slíkt mat verður að hafa hliðsjón af öllu framleiðslu- og notkunarferli vörunnar til að tryggja að aðgerðir hafi ekki öfug áhrif til lengri tíma litið.