Anna María Pétursdóttir
Anna María Pétursdóttir er frumkvöðull með víðtækan bakgrunn í leiðandi verkefnum bæði á Íslandi, Svíþjóð og Noregi. Anna María er stofnandi og framkvæmdastjóri Coolity ehf.
Hún hefur reynslu á ýmsum sviðum, svo sem nýsköpun í atvinnulífinu og alþjóðlegum viðskiptum, m.a. eftir að hafa starfað sem ráðgjafi hjá Nordic Innovation. Hún hefur tekið þátt í rannsóknarverkefnum sem tengjast sjálfbærni í fiskiðnaði. Hún hefur stjórnunarreynslu og þekkingu á einka- og opinberum iðnaði.
Anna María starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Coca Cola á Íslandi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri hjá Háskóla Íslands. Hún hefur birt margar greinar í dagblöðum um nýsköpun og stjórnun.
Netfang: amp(hjá)coolity.is
Sími: 895 5299
Björn Margeirsson PhD
Björn Margeirsson er með BSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands (2003), MSc í vélaverkfræði frá Chalmers University of Technology (2007) og doktorsgráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands (2012). Doktorsritgerð hans fjallaði um hermun hitastigsbreytinga í flutningi á ferskum fiskafurðum.
Samhliða doktorsnámi starfaði Björn sem sérfræðingur, verkefnastjóri og fagstjóri hjá Matís ohf. frá 2007 til 2013. Hann starfaði sem rannsóknarstjóri hjá systurfyrirtækjunum Sæplast og Tempra frá 2013 til 2023 með áherslu á rannsóknir og vöruþróun varmaeinangrandi, fjölnota og einnota matvælapakkninga. Árið 2024 sinnti hann ráðgjöf á sviði véla- og matvælaverkfræði.
Sem stundakennari og síðar í hlutastarfi hjá Háskóla Íslands hefur Björn sinnt kennslu, rannsóknum og leiðbeiningu meistara- og doktorsnema frá árinu 2007. Hann hefur leiðbeint tveimur doktorsnemum, 23 meistaranemum og birt 14 ritrýndar vísindagreinar sem flestar fjalla um ferskfiskpakkningar, einangrun þeirra, styrk og/eða áhrif á fiskgæði.
Hann er alinn upp á sveitabæ í Skagafirði og fékk áhuga á hagkvæmri nýtingu grass og annarra náttúruauðlinda í vöggugjöf.
Netfang: bm(hjá)coolity.is
Sími: 898 4901
Arnar Bjarnason PhD
Arnar Bjarnason er fjármálastjóri Coolity og stýrir fjármálum fyrirtækisins. Hann hefur yfir 30 ára reynslu af fjárfestingum, fyrirtækjaráðgjöf og bankarekstri.
Arnar útskrifaðist með doktorspróf (PhD) árið 1994. Doktorsritgerð Arnar fjallaði um útflutningshegðun og alþjóðavæðingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.
Arnar hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, svo sem: Landsvirkjunar, ALCAN á Íslandi, ICEMART, Ingvars Helgasonar hf., Netbankans hf., Frjálsa fjárfestingabankans hf., BYR sparisjóðs og Bæjar hf. sem á og rekur Hótel Klaustur. Í dag situr Arnar í bankaráði Seðlabanka Íslands.
Arnar hefur birt ritrýndar greinar í viðurkenndum fræðitímaritum, auk þess sem bókin " Export or Die. The Icelandic Fishing Industry: the Nature and Behaviour of Its Export Sector" og byggir á doktorsritgerð Arnars sem gefin var út af Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands árið 1996.
Netfang: ab(hjá)coolity.is
Guðrún Svana Hilmarsdóttir PhD
Guðrún Svana Hilmarsdóttir er með BSc í lífefnafræði frá Háskóla Íslands (2013), MSc í framleiðslu sjávarafurða, með áherslu á gæði og öryggi, frá Tækniháskólunum í Noregi og Danmörku (NTNU og DTU, 2016). Doktorsritgerð sína um megináhrifaþætti gæða og umhverfisáhrifa við framleiðslu fiskmjöls og lýsis úr uppsjávarfiski varði Guðrún árið 2022.
Guðrún Svana er lektor í matvælafræði við Háskóla Íslands og er sérfræðingur í ferlastýringu, sjálfbærni í matvælavinnslu og lífsferilsgreiningu (LCA).
MYND/ Kristinn Ingvarsson
Sveinn Margeirsson PhD
PhD iðnaðarverkfræði, ráðgefandi er varðar framleiðsluferla Coolity fiskikassa og gegnir hlutverki stjórnarformanns.
Guðmundur H. Gunnarsson
MSc sameindalíffræði. Ráðgefandi varðandi m.a. framleiðsluferla og virkni Coolity fiskikassa.