Anna María Pétursdóttir

Anna María Pétursdóttir

Framkvæmdastjóri og stofnandi

Anna María Pétursdóttir er frumkvöðull sem hefur tekið þátt í fjölmörgum leiðandi verkefnum bæði á íslandi, Svíþjóð og Noregi. Anna María er stofnandi og framkvæmdastjóri Coolity ehf.

Hún hefur viðtæka reynslu af störfum í atvinnulífinu og á sviði nýsköpunar, hefur m.a. starfað sem ráðgjafi fyrir Nordic Innovation í verkefnum á sviði opinnar nýsköpunnar. Verkefnastjóri hjá Vinnova í Svíþjóð í rannsóknarverkefni sem tengjast sjálfbærni í fiskiðnaði. Anna María hefur yfirgrips mikla þekkingu atvinnulífinu og hjá hinu opinbera bæði sem stjórnandi og sem frumkvöðull.

Áður starfaði Anna María sem forstöðumaður hjá Coca Cola á Íslandi, forstöðumaður hjá Seðlabanka Íslands og sviðsstjóri við Háskóla Íslands. Hún hefur birt margar greinar um nýsköpun og stjórnun í fræðigreinum og opinberum miðlum.

Arnar Bjarnason Phd.

Arnar Bjarnason Phd.

Fjármálastjóri

Arnar Bjarnason er ábyrgður fyrir fjármálastjórn fyrirtækisins. Með 25 ára reynslu í fjárfestingum, fjármálum fyrirtækja og stjórnun ásamt reynslu af bankastarfsemi.

Arnar lauk doktorsprófi (Ph.D.) 1994. Doktorsritgerð Arnars fjallaði um útflutningshegðun og alþjóðavæðingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Arnar hefur sinnt háskólakennslu um áratuga skeið og var m.a.prófessor við háskólann á Bifröst. Hann hefur birt ritrýndar fræðigreinar í viðurkenndum alþjóðlegum fræðiritum.

Arnar hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, svo sem: Landsvirkjunar, ALCAN á Íslandi, ICEMART, Ingvar Helgason hf., Netbankinn hf., Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., BYR sparisjóði og fl..

arnar@cool-wool.com

Sveinn Margeirsson Phd.

Sveinn Margeirsson Phd.

Ráðgefandi