SAGA -Coolity ehf  var stofnað árið 2017 af Önnu Maríu Pétursdóttur, með það að markmiði að þróa vistvænar kælipakkningar fyrir flutning á ferskum kældum fiski. Áhersla er sérstaklega lögð á að pakkningarnar séu sambærilegar hefðbundnum plastpakkningum á markaði, hvað varðaði: einangrunargildi, styrk og kostnað en hefðu þann stóra kost umfram hefðbundna plastskassa að hafa ekki þau gríðarlega neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja plasti, ekki hvað síst fyrir vistkerfi sjávar. Samvinnuverkefni Coolity og rannsóknar- og þróunarstofnunina Fraunhofer í Þýskalandi (stærsta rannsóknarstofnun Evrópu) leiddi til  kælipakkninga úr vistvænum hliðarafurðum sem falla til.

Coolity ehf. hefur nú stofnað til samstarfs við Danish Technical Institute DTI um þróun og hönnun pakkninga til flutnings á ferskum fiski, þar sem pakkningar eru unnar úr lífrænum efnum sem falla til frá landbúnaði.

Í dag stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum vegna umhverfismengunar.  Hluti af vandanum er að við viðurkennum ekki að hluti af vandum  hefst hjá einstaklingum.   Við þurfum að breyta lífsstíl okkar þannig að við getum leyst þennan vanda. Byrjum á því að  samþykkja að umhverfismengun er vandamál og lífsstíll okkar hefur áhrif.

 

Megin hugmyndafræði Coolity er að nýta þær náttúruauðlindir sem eru til staðar hér á landi og umbreyta þeim í verðmæti. Við viljum taka þátt í að uppfylla markmið um hreinleika og lífvænleika og vörnum gegn mengun sjávar með því að taka skref í átt að grænu samfélagi  sem er í samræmi við leiðarvísir Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „Roadmap for a Strategy on Plastics in a Circular Economy“, þar sem kallað er eftir auknum forvörnum og endurvinnslu