Í dag stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum vegna umhverfismengunar. Hluti af vandanum er að við viðurkennum ekki að hluti af vandanum hefst hjá einstaklingum.  Við þurfum að breyta lífsstíl okkar þannig að við getum leyst þennan vanda. Byrjum á því að  samþykkja að umhverfismengun er vandamál og lífsstíll okkar hefur áhrif.

 

Meginhugmyndafræði Coolity er að nýta þær náttúruauðlindir, sem eru til staðar hér á landi, og umbreyta þeim í verðmæti. Við viljum taka þátt í að uppfylla markmið um hreinleika og lífvænleika og varnir gegn mengun sjávar með því að taka skref í átt að grænu samfélagi  sem er í samræmi við leiðarvísi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „Roadmap for a Strategy on Plastics in a Circular Economy“, þar sem kallað er eftir auknum forvörnum og endurvinnslu.