Umhverfismál

Um 350 milljón tonn af plasti eru framleidd á hverju ári í heiminum, og er plast er með skæðari úrgangi sem menn framleiða. Eiginleika plastsins gerir því kleift að safnast hratt upp, og þrátt fyrir að mikil áhersla sé  lögð á endurvinnslu plastumbúða er áætlað að einungis 18% af plasti sé endurunnið í heiminum. Ólík plastefni krefjast ólíkra aðferða við endurvinnslu og erfitt hefur reynst að endurvinna sum plastefni, t.d. frauðplast sem er ráðandi efni í kælipakkningum á markaði.

Hvað felst í því að skipta yfir í vistvænar pakkningar?

Örar loftlagsbreytingar hafa leitt til útrýmingar einnar milljón tegunda í lífríki heimsins. Við verðum að læra að vinna með nátturinni en ekki gegn henni. Plast hefur skaðleg áhrif á umhverfið, sem því miður er enn notað í pakkningar.  Áskoranir samtímans á sviði sjálfbærrar þróunnar eru miklar og ákvarðanir um kaup verða í auknum mæli teknar á grundvelli umhverfisáhrifa. Lífstíll ungu kynslóðarinnar byggir á heilsu og sjálfbærni sem velur í auknu mæli vistvænan valkost í  innkaupum.