Coolity kassinn er byltingarkennd vara. Um er að ræða umhverfisvæna jarðgeranlega einangrandi pakkningu úr sellulósa grastrefjum. Við nýtum tæknilega eiginleika grastrefjanna sem stuðla að því að draga úr umhverfisáhrifum fyrir sjávarútveginn.
Við höfum náð að umbreyta því sem ekki er nýtt í náttúrunni í verðmæta vöru. Við tökum ekki meira frá náttúrunni en við getum skilað til baka. Við framleiðum 100% plastlausa kælipakkningu með framleiðsluaðferðum sem eru í sátt við náttúruna.