Af hverju er rétti tíminn fyrir Coolity kassa núna:

  • Tæknin er tilbúin.
  • Mikið framboð er af  lífrænu hráefni (grasi) og framfarir í vatnsheldum líf-filmum gera okkur kleift að byggja lausnina úr náttúrulegu efni  með litlum tilkostnaði.
  • Coolity fiskikassinn er traust, einangrandi lausn sem fellur fullkomlega að núverandi, sjálfvirkum vinnslulínum í fiskvinnslustöðvum og dreifileiðum.  Þetta auðveldar alla innleiðingu Coolity kassans hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, sem vilja tileinka sér umhverfisvænar lausnir við flutning á ferskum sjávarafurðum.
  • Framleiðslutæknin er tilbúin.

Á COP29 ráðstefnunni, sem haldin var í Baku í nóvember 2024, lýstu ráðherrar Norðurlandanna yfir mikilvægi þess að tryggja lagalega bindandi alþjóðasamning gegn plastmengun. Samstaða ríkir á Norðurlöndum um þörf sé á að gera allt til að gera samning sem miðar að því að draga úr plastmengun á norðurlöndum, sem einnig nær til örplasts –   Við hjá Coolity viljum taka þátt í þeirri vegferð.