FRÁ GRASI TIL MATVÆLAPAKKNINGA
Coolity er að nýta aðgengilegt og ódýrt hráefni í jarðgeranlegar pakkningar
Saga Coolity hófst árið 2017 þegar stofnandi fyrirtækisins, Anna María Pétursdóttir, hóf frumkvöðlaverkefni sitt á sviði sjálfbærra kælipakkninga. Anna María hefur fjölskyldubakgrunn í virðiskeðju sjálfbærs iðnaðar og vildi finna leiðir til að nýta náttúruleg efni og breyta þeim í verðmætarlausnir. Sem væru í þágu náttúrunnar, en sem myndi einnig bæta samfélagið.
Byggt á stjórnunarreynslu sinni í mismunandi atvinnugreinum eins og Coca-Cola á Íslandi, Seðlabanka Íslands og PwC vildi hún hefja þetta verkefni með það að markmiði að þróa og markaðssetja vistvænar kælipakkningar fyrir flutning á ferskum fiski.
Háskólapróf Önnu Maríu í handverks- og listkennslu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í vinnusálfræði frá University of Hertfordshire og meistaragráðu í fjármálum frá Háskólanum á Bifröst hefur lagt grunn að nálgun hennar á verkefninu.
Á fyrstu árum Coolity leitaði Anna María eftir stuðningi vísindamanna hjá rannsóknar- og vísindastofnunum og má þar nefna leiðandi rannsóknarstofnunina Fraunhofer Institute í Þýskalandi. Undanfarin ár hefur hún aðallega unnið með vísindamönnum hjá Danish Technological Institute sem leggur áherslu á að vinna að þróun tæknilausna að þörfum fyrirtækja. Meðal samstarfsmanna Önnu Maríu frá upphafi Coolity, er eiginmaður hennar, Dr. Arnar Bjarnason og síðar tók Dr. Sveinn Margeirsson þátt í þróunarferli Coolity. Einkaleyfisstofan Árnason Faktor sem sérhæfir sig í vernd hugverkaréttinda, hefur frá upphafi aðstoðað Coolity með að skrásetja einkaleyfi Coolity box.